Innlent

Útför Önnu Pálínu Árnadóttur

Útför Önnu Pálínu Árnadóttur, söngkonu og dagskrárgerðarmanns, var gerð í dag. Fjölmenni var við athöfnina í Hallgrímskirkju þar sem séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir jarðsöng. Anna Pálína gat sér gott orð fyrir vísnasöng, þætti sína í útvarpi og erindi og bókaskrif um lífið með hinum óboðna gesti, krabbameininu. Hún átti hugmynd að fjölmennri göngu sem Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, fór í í Reykjavík fyrir skömmu. Þar var sleppt þúsund blöðrum og var það tákn um að sleppa takinu á óttanum við krabbamein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×