Amfetamín falið í loftpressu 8. nóvember 2004 00:01 Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á einu stærsta fíkniefnamáli síðari ára þar sem um ellefu kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni var smyglað með Dettifossi í tveimur ferðum. Tvö þúsund skammtar af LSD komu með póstinum. Alls hafa níu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald við rannsóknina en fjórum þeirra hefur verið sleppt. Flestir sem nú sitja inni hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í desember en gæsluvarðhald yfir þeim var fyrir skömmu framlengt um sex vikur. Gæsluvarðhald yfir einum rennur út á fimmtudag en hann var fyrst handtekinn fyrir um hálfum mánuði síðan. Að sögn Ásgeirs Karlssonar liggur ekki fyrir hvort farið verði fram á framlengingu. Tæp þrjú kíló af amfetamíni og sex hundruð grömm af kókaíni fundust í vörusendingu í Dettifossi í mars og hófst þá rannsókn lögreglu og tollgæslu. Rannsóknin leiddi til að átta kíló af amfetamíni fundust falin í loftpressu í Dettifossi þegar skipið kom til landsins í júlí. Tvö þúsund skammtar af LSD fundust síðan í póstsendingu sem stíluð var á mann í Vestmannaeyjum og barst til landsins í september. Auk þessara efna hefur verið lagt hald á minniháttar magn fíkniefna við húsleitir. Einn Íslendingur var framseldur frá Hollandi vegna málsins en hann og annar Íslendingur voru handteknir þar ytra. Sá síðarnefndi hefur ekki verið framseldur þar sem hann er ekki talinn tengjast innflutningnum. En í húsleit á heimili hans í Hollandi fundust um eitt kíló af amfetamíni og tuttugu kíló af maríjúana og hefur hollenska lögreglan það mál til rannsóknar. Ásgeir segir rannsókn málsins vel á veg komna. Málið hafi strax í upphafi verið umfangsmikið og það hafi ekki minnkað í sniðum. Auk þeirra sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hafa nokkrir til viðbótar verið handteknir auk þess sem einhverjir fleiri hafi verið yfirheyrðir. Þeir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna málsins hafa allir komið við sögu lögreglu með einum eða öðrum hætti.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira