Lífið

Blómaval í Kringlunni

Blómaval hefur opnað nýja verslun á 1. hæð í Kringlunni. Verslunin sérhæfir sig í tilbúnum blómvöndum og mun vera með á boðstólum úrval af blómvöndum af öllum gerðum. Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri Blómavals, segir viðtökur hafa verið góðar og í takt við þá breytingu sem er að verða hér á landi í notkun á afskornum blómum. "Það færist sífellt í vöxt að fólk kaupi blóm fyrir sjálft sig og heimilið og afskorin blóm eru sígild tækifærisgjöf sem gaman er að gefa án þess að viðtakandinn eigi stórafmæli. Það færist líka í vöxt að ungt fólk á aldrinum 17-22 ára kaupi blóm. Fólki á þessum aldri finnst smart að gefa blóm og finnst ákveðinn stíll yfir því." Kristinn segir að tískusveiflna verði vart í blómum eins og öðru. "Túlípanar hafa verið mjög vinsælir að undanförnu eftir að hafa nánast horfið í nokkur ár og þá eru gerberur í ýmsum litum vinsælar um þessar mundir." Auk verslunarinnar í Kringlunni er Blómaval með verslanir í Sigtúni 40 í Reykjavík, Eyrarvegi 37 á Selfossi, Hafnarstræti 28 á Akureyri og Smiðjuvöllum 5 í Reykjanesbæ. Starfsfólk Blómavals í Kringlunni veitir ráðgjöf við val á vöndum sem bíða tilbúnir í versluninni. Auðveldlega má laga vendina að óskum hvers og eins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×