Allir vilja veggfóður 8. nóvember 2004 00:01 "Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað. Hús og heimili Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira
"Veggfóður hvarf á Íslandi fyrir nokkrum árum en það deyr aldrei út. Það kemur alltaf aftur og kemur í bylgjum. Nú eru skýr merki um það að veggfóður sé að koma aftur í tísku," segir Ingimar Friðriksson, eigandi verslunarinnar Litaland á Akureyri ásamt konu sinni Aðalbjörgu Baldvinsdóttur. "Við höfum verið að selja veggfóður í nokkur ár og erum með tvenns konar gerðir. Annars vegar erum við með veggfóður sem er hvítt með alls konar munstri og fólk getur málað yfir það með sömu málningu og það málar veggina. Hins vegar erum við með tilbúið veggfóður sem er til í alls konar litum, munstrum og áferðum. Við erum með mikið úrval af sýnishornum og getum pantað hvað sem er úr þeim fyrir fólk. Fólk er mjög hissa þegar það sér hve mikið er hægt að fá í veggfóðri í dag. Tækninni hefur fleygt fram og nú er hægt að fá hvað sem hugurinn girnist," segir Ingimar, en hann hefur verið í þessum bransa í þrjátíu ár og er með púlsinn á öllu sem er að gerast. Það má segja að allt sé vinsælt í veggfóðrum því fólk er að nota veggfóður á margvíslegan hátt. "Fólk er ekki endilega að veggfóðra í hólf og gólf heldur setur frekar á einn, lítinn vegg sem punt. Einnig hefur fólk rammað veggfóður inn og gert eins konar listaverk úr því. Það eru endalausir möguleikar í munstri og litum og veit ég til dæmis um fólk sem notaði veggfóður eftir endilöngu veisluborði í brúðkaupi sem skraut," segir Ingimar og hvetur fólk til að nota ímyndunaraflið í veggfóðurskaupum. Þrifnaður á veggfóðrum er einstaklega auðveldur. Hvíta veggfóðrið sem er málað er hægt að strjúka af með tusku. Önnur veggfóður eru mjög misjöfn þó flest séu sterk með húð. Yfirleitt er fólk að láta veggfóðrið á sparifleti þannig að þarf ekki að mikið að þrífa þá. Ingimar telur að arkitektar eigi eftir að einbeita sér meira að veggfóðri á næstunni og innanhúsarkitektar geta nýtt sér það. Í Litaland á Akureyri var einmitt kynning síðastliðinn föstudag og laugardag þar sem dóttir hjónanna og innanhúsarkitektinn Eva Ingimarsdóttir kynnti viðskiptavinum fyrir veggfóðri og möguleikum þess. Ingimar hyggur á fleiri slíkar kynningar bæði á Akureyri og í versluninni við Snorrabraut í Reykjavík þannig að Reykvíkingar þurfa ekki að kvíða neinu - veggfóðursbylgjan mun berast hingað.
Hús og heimili Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Sjá meira