Innlent

Mögnuð upplifun á jöklinum

"Þegar gosið fór að aukast um klukkan fimm og við að huga að heimferð urðum við varir við titring í jöklinum og vorum að tala um að þá hefði verið gaman að sjá jarðskjálftamælana hjá þeim á Veðurstofunni," sagði Jón Ólafur Magnússon fjallamaður, sem fór á þriðjudaginn í jeppaferð upp á Vatnajökul til að sjá Grímsvatnagosið í návígi. Hann segir þá félaga sem lögðu í ferðina þó aldrei hafa verið í hættu stadda. "En þetta var alveg magnað og nokkuð sem maður á aldrei eftir að upplifa aftur." Virkni í Grímsvötnum hefur minnkað og hviðukennd eins og sagt er gerast í Grímsvatnagosum auk þess sem hlaup í Skeiðará virðist vera í rénun.  Samhæfingarstöð almannavarna hefur því verið lokað í bili og bakvakt almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra hefur tekið við eftirlitshlutverki almannavarna. Að ölllu óbreyttu verður vegurinn um Skeiðarársand en vegfarendur eru hvattir til að sýna ítrustu varkárni á ferð sinni um sandinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×