Innlent

Tvö ár í fangelsi fyrir bankarán

Bryngeir Sigurðsson var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að ræna Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Reykjavík vopnaður öxi sem hann ógnaði gjaldkera og braut glerskilrúm með. Frá refsingunni dregst sá tími sem hann hefur verið í gæsluvarðhaldi. Félagi Bryngeirs sem keyrði hann á ránstað var dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar en ósannað þótti að maður sem var með þeim hefði lagt á ráðin um ránið með þeim. Hann var því sýknaður af ákæru. Landsbankinn gerði kröfu um bótagreiðslu en henni var hafnað.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×