Öskufallið raskaði flugi 3. nóvember 2004 00:01 Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Öskufall vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur raskað innanlandsflugi í dag. Öskufallsins hefur orðið vart víða um austan- og norðaustanvert landið og eru búfjáreigendur hvattir til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu. Áhrifa öskufallsins gætir víðar en hér á landi því það hefur líka truflað flug í Norður-Noregi og Svíþjóð. Öskufallið í dag varð þess valdandi að tvær flugvélar á leið til Akureyrar urðu að lenda á Sauðárkróki fyrr í dag og vélar á leið til Hafnar og Egilsstaða þurftu að taka á sig krók og fara suður fyrir gosið. Tvær flugvélar fóru svo alla leið til Akureyrar eftir hádegið með sjónflugi. Ekkert var flogið þangað eftir klukkan þrjú. Öskufalls varð vart á fjölmörgum stöðum í dag og í nótt. Þar á meðal eru Axarfjörður, Fnjóskadalur, Þistilfjörður, Aðaldalur, Mánarbakki, Kelduhverfi, Langanes, Vopnafjörður og Mývatnssveit. Á Akureyri og Egilsstöðum var einnig tilkynnt um öskufall en það virðist hafa verið í minna lagi. Í gær varð mikið öskufall í Möðrudal þar sem naumlega tókst að bjarga sauðfé og hrossum, áður en snjór varð kolsvartur af ösku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur hvatt búfjáreigendur til að fylgjast grannt með fréttum af gosinu og ráðleggur þeim að hýsa búfé, verði vart við öskufall, vegna hættu á flúoreitrun. Áhrifa gjóskunnar gætir út fyrir landssteinana því að flug í Norður-Noregi og Svíþjóð truflaðist aðeins í dag vegna öskufallsins. Að sögn Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa flugumferðarstjórnar, hefðu áhrifin orðið mun meiri á alþjóðaflug ef vindar hefðu staðið öðruvísi en var í dag. Búist er við því að vindáttin snúist í nótt.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira