Andlegur miski ráði refsingu 3. nóvember 2004 00:01 Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Gunnleifur Kjartansson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir að það þurfi að koma á fót svipaðri aðstöðu fyrir þolendur heimilisofbeldis og Neyðarmóttaka kynferðisbrota sinnir nú. Gunnleifur, sem er lögreglufulltrúi í ofbeldisbrotadeild, er ósammála þeim hugmyndum að gera þurfi breytingar á hegningarlögunum vegna heimilisofbeldis og segir 217. og 218. grein almennra hegningarlaga sem taka til líkamsárása vera fullnægjandi. Hann segir að kona sem kærir líkamsárás sem framin sé innan veggja heimilisins og búið hefur við langvarandi andlegt eða líkamlegt ofbeldi ætti að fá sálfræðimeðferð í framhaldi af kærunni. Þannig gæti sálfræðingurinn skilað fræðilegu mati til lögregluyfirvalda þar sem fram kæmi andlegur miski. Sálfræðimatið yrði síðan haft til viðmiðunar við ákvörðun refsingar hjá dómstólum. Gunnleifur segir heimilisofbeldi vera misjafnlega skráð hjá lögregluembættum og því erfitt að átta sig á umfanginu. Þannig þyrfti að samræma skráningu þessara mála og í framhaldinu gera sér grein fyrir fjölda þeirra. "Mín tilfinning er að umfang þessara brota sé því miður talsvert. Fá brotanna eru kærð þar sem þolendur, langoftast konur, óttast afleiðingar þess að bera fram kæru og eru oftar en ekki með hagsmuni barna í huga, ef sambúð og eða hjónaband leystist upp," segir Gunnleifur. Því segir hann þörf fyrir að setja á fót neyðarmóttöku þar sem konur sem verða fyrir heimilisofbeldi geti leitað aðstoðar, fengið réttargæslumann, áfallahjálp og sálfræðihjálp, jafnvel langtímameðferð. Gunnleifur segir ákvæði í lögum um nálgunarbann ekki virka sem skyldi og því þurfi að gera á því breytingar. Aðspurður hvort hann hafi tjáð skoðanir sínar við ráðherra eða þingmenn segir hann svo ekki vera. En hins vegar hafi þingmenn verið viðstaddir þegar hann hélt tölu um þessi mál á málþingi Íslandsdeildar Amnesty International í október og vonast hann til að eitthvað vitrænt verði gert í þessum málum sem fyrst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira