Lífið

Mjólkurþeytarinn

Þetta litla tæki er ætlað til að flóa mjólk fyrir allskyns kaffidrykki eins og café latte, cappuchino og macchiato. Það tekur aðeins tuttugu sekúndur að flóa fullkomna mjólk fyrir kaffibollann en einnig er hægt að nota þeytarann í að léttþeyta rjóma, hræra saman mjólkurshake og þykkja uppí heitu súkkulaði. Fröken Nigella súperkokkur úr samnefndum sjónvarpsþáttum gefur mjólkurþeytaranum hæstu einkunn og segir: "Hann er sannarlega eitt af mínum uppáhaldsleikföngum í eldhúsinu og fullkomnar cafe latteið mitt." Það eru til nokkrar gerðir af þeytaranum smáa en þær vinsælustu eru Aerolatte og Latte Max.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×