Lífið

Sumarhúsið og garðurinn

Nýtt hefti tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn kom út fyrir nokkrum dögum, troðfullt af góðu efni og glæsilegt. Þar eru litskrúðugar síður um gróður og garða. Litið er inn í garða bæði í einkaeign og almenningseign og má þar nefna garð Jóhanns Pálssonar, fyrrverandi garðyrkjustjóra, garð Karmelsystra í Hafnarfirði og "huldugarðana í höfuðborginni." Einnig er farið í heimsóknir til ræktunarfólks og sumarhúsaeigenda eins og Þorfinns Guðnasonar, kvikmyndagerðarmanns og konu hans Bryndísar Járnþrúðar sem búa í hinum gróðursælu Biskupstungum. Þá er í blaðinu margs konar fróðleikur sem snertir byggingar sumarbústaða. Meðal annars er fjallað um efnisval í sumarhús, mismunandi flísalagnir, bæði í baðherbergi og á gólf og einnig einangrun og frágang á gólfum. Útgefandi ritsins er sem fyrr Sumarhúsið og garðurinn en stílisti þess er Helga Thorberg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×