Óánægja kraumar í kennurum 31. október 2004 00:01 "Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt. Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
"Það er mikill hiti í okkur og kraumandi óánægja," segir kennari í Rimaskóla, sem segist hiklaust ætla að segja upp starfi sínu í vor verði þessi miðlunartillaga samþykkt. Mesta óánægjan virðist vera meðal þeirra kennara sem lækka í launum 1. ágúst næstkomandi vegna þess að svokölluðum skólastjórapotti verður jafnað út, þannig að þeir sem meira höfðu haft úr honum en aðrir fá minna en áður. Þeir sem ekki hafa tekið að sér stór verkefni fyrir aukagreiðslur úr skólastjórapottinum gætu hins vegar grætt á þessari miðlunartillögu. Yngri kennarar koma auk þess að jafnaði betur út úr þessu en þeir sem eldri eru. Óánægja kennara beinist einnig samningstímanum, sem er fjögur ár. Ekki er gert ráð fyrir neinum rauðum strikum í miðlunartillögunni, eins og flestar aðrar stéttir hafa samið um til að tryggja stöðu sína. "Það er alveg sama hvernig aðstæður breytast í þjóðfélaginu, við verðum föst með þessa samninga í fjögur ár hvað sem á dynur," segir fyrrnefndur kennari í Rimaskóla. Almennt voru þeir kennarar sem Fréttablaðið hafði samband við mjög óánægðir með niðurstöðuna og vilja helst halda verkfallinu áfram. "Mér heyrist að kennurum þyki þetta ekki nægar launahækkanir, enda eru þeir ennþá á ansi lágum launum þó að sumum þyki prósentan allnokkur," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. "Öðrum finnst sér stillt upp við vegg nú þegar börnin eru komin í skólana. Þeim finnst þetta óþægileg staða, þegar tilfinningamálin koma svona inn í þetta." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það vera "erfitt fyrir alla að þurfa að lenda þessu svona, en það er spurning hvort einhver annar kostur er í stöðunni. Auðvitað skilur maður að kennarar þurfi tíma til að átta sig og fara yfir málin í sínum hópi, en það má öllum ljóst vera að sveitarfélögin eru komin alveg út á ystu brún, og sum komin fram af." Þungt hljóð er í mörgum kennurum vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sem þeir þurfa að samþykkja eða hafna í atkvæðagreiðslu innan viku. Búast má við uppsögnum í vor verði tillagan samþykkt.
Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira