Laun kennara hækka um 16,5% 29. október 2004 00:01 Miðlunartillaga ríkissáttasemara er á svipuðum nótum og innanhússtillagan sem hann lagði fram á föstudaginn fyrir viku síðan. Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna vegna miðlunartillögunnar er rétt rúmlega 26 prósent en var tæplega 26 prósent samkvæmt innanhússtillögunni. Ef miðlunartillagan verður samþykkt mun kjarasamningurinn gilda til 31. maí árið 2008 nema annar hvor samningsaðilinn ákveði að segja honum upp miðað við árslok 2007. Almennar kauphækkanir eru samanlagt 16,5 prósent á samningstímanum og 15. nóvember verður greidd 130 þúsund króna eingreiðsla til kennara. Samkvæmt tillögunni verður kennsluskyldan minnkuð úr 28 klukkustundum á viku í 26 stundir. Kennarar geta hins vegar áfram haldið óbreyttri kennslu og fá þá greiddar tvær yfirvinnustundir á viku. Ef það er gert aukast tekjurnar á ársgrundvelli um 7,2 til 7,4 prósent. Laun 30 ára umsjónarkennara sem kennir 26 klukkustundir á viku verða 213 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ef hann kennir 28 klukkustundir á viku verða launin 229 þúsund á mánuði. Með tillögunni er bókun sem kveður á um að grunnskólum sé heimilt í tilraunaskyni að taka upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum. Samkvæmt ákvæðinu verður vinnutími kennara frá klukkan 8 til 17 og innan þeirra tímamarka er öll vinnuskylda kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemara er á svipuðum nótum og innanhússtillagan sem hann lagði fram á föstudaginn fyrir viku síðan. Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna vegna miðlunartillögunnar er rétt rúmlega 26 prósent en var tæplega 26 prósent samkvæmt innanhússtillögunni. Ef miðlunartillagan verður samþykkt mun kjarasamningurinn gilda til 31. maí árið 2008 nema annar hvor samningsaðilinn ákveði að segja honum upp miðað við árslok 2007. Almennar kauphækkanir eru samanlagt 16,5 prósent á samningstímanum og 15. nóvember verður greidd 130 þúsund króna eingreiðsla til kennara. Samkvæmt tillögunni verður kennsluskyldan minnkuð úr 28 klukkustundum á viku í 26 stundir. Kennarar geta hins vegar áfram haldið óbreyttri kennslu og fá þá greiddar tvær yfirvinnustundir á viku. Ef það er gert aukast tekjurnar á ársgrundvelli um 7,2 til 7,4 prósent. Laun 30 ára umsjónarkennara sem kennir 26 klukkustundir á viku verða 213 þúsund krónur á mánuði samkvæmt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ef hann kennir 28 klukkustundir á viku verða launin 229 þúsund á mánuði. Með tillögunni er bókun sem kveður á um að grunnskólum sé heimilt í tilraunaskyni að taka upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum. Samkvæmt ákvæðinu verður vinnutími kennara frá klukkan 8 til 17 og innan þeirra tímamarka er öll vinnuskylda kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira