Miðlunartillaga er neyðarúrræði 29. október 2004 00:01 Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988 sem og deilu starfsfólks í veitingahúsum og deilu starfsfólks við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Á vormánuðum ársins 1992 náðust heildarkjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með tilstilli miðlunartillögu. Var það í fyrsta skipti sem miðlunartillöguformið var notað við svo víðtæka samninga. Þá hafði náðst samkomulag um alla þætti kjarasamnings aðra en launalið og samningstíma. Eins og áður sagði er miðlunartillaga ekki lögð fram nema í neyð. Vegna þessa hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu eftir að hafa kannað vel hug samningsaðila. Það er tillaga sem samninganefndir annað hvort játa eða neita. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara. Til þess að leysa erfiðar deilur getur ríkissáttasemjari einnig lagt fram hugmynd að viðræðugrundvelli og reynt þannig að þoka viðræðum áfram. Ef innanhússtillaga eða hugmynd ríkissáttasemjara að viðræðugrundvelli ber ekki árangur getur hann lagt fram miðlunartillögu líkt og nú var gert í deilu grunnskólakennara. . Skilyrði miðlunartillögu eru: A. Að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sérmál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun,B. að tíma, sem ætlaður er til viðræðna milli aðila án milligöngu sáttasemjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist,C. Að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomulagi þeirra í milli,D. Að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar,E. Að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara sem þeim hafa verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988 sem og deilu starfsfólks í veitingahúsum og deilu starfsfólks við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Á vormánuðum ársins 1992 náðust heildarkjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með tilstilli miðlunartillögu. Var það í fyrsta skipti sem miðlunartillöguformið var notað við svo víðtæka samninga. Þá hafði náðst samkomulag um alla þætti kjarasamnings aðra en launalið og samningstíma. Eins og áður sagði er miðlunartillaga ekki lögð fram nema í neyð. Vegna þessa hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu eftir að hafa kannað vel hug samningsaðila. Það er tillaga sem samninganefndir annað hvort játa eða neita. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara. Til þess að leysa erfiðar deilur getur ríkissáttasemjari einnig lagt fram hugmynd að viðræðugrundvelli og reynt þannig að þoka viðræðum áfram. Ef innanhússtillaga eða hugmynd ríkissáttasemjara að viðræðugrundvelli ber ekki árangur getur hann lagt fram miðlunartillögu líkt og nú var gert í deilu grunnskólakennara. . Skilyrði miðlunartillögu eru: A. Að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sérmál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun,B. að tíma, sem ætlaður er til viðræðna milli aðila án milligöngu sáttasemjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist,C. Að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomulagi þeirra í milli,D. Að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar,E. Að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara sem þeim hafa verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira