Grænmeti í áskrift 28. október 2004 00:01 "Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til," segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir lífrænt ræktuðu grænmeti til einstaklinga í áskrift. Þórður rekur ásamt eiginkonu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur, garðyrkjustöðina Akur í Biskupstungum þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun en þau hjón héldu til Svíþjóðar að kynna sér lífræna ræktun og kynntust svo þeirri hugmynd í Danmörku að dreifa grænmeti í samstarfi við olíustöðvarnar. "Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem gæti gengið hérna og viðbrögðin hafa verið mjög góð því sífellt fleiri nýta sér þessa þjónustu," segir Þórður. Fyrirkomulagið er á þann veg að einu sinni í viku fá áskrifendur sendan pöntunarlista með tölvupósti sem fylltur er út og sendur til baka. Nokkrum dögum síðar er pöntunin tekin saman og pökkunum dreift á Olís-stöðvarnar þar sem fólk nálgast vörurnar. "Einhverra hluta vegna hafa lífrænt ræktaðar vörur átt erfitt með að rata inn í almennar matvöruverslanir þó að það fari síbatnandi, en þetta er góð leið til að koma þeim beint til neytandans. Þeim gefst þarna tækifæri til að fá ferskar vörur beint frá framleiðanda og sumar þeirra eru ófáanlegar í almennum verslunum, má þar nefna öll fersku kryddin sem við bjóðum upp á," segir Þórður og tekur það fram að ekki komi öll framleiðslan frá Akri heldur einnig frá nokkrum öðrum ræktendum. Auk grænmetis er boðið upp á lífræna jógúrt frá Biobú sem er skemmtileg viðbót í pakkann og hefur verið vel tekið. "Að mörgu leyti býður þetta form upp á vissa tilraunastarfsemi þar sem við getum prófað nýja hluti og sett nýjar vörur í pakkann sem bjóðast hvergi annars staðar," segir Þórður. Aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast í lífræna framleiðslu segir hann: "Fyrir mig sem framleiðanda þá eru það fyrst og fremst umhverfissjónarmið sem skipta máli auk þess að framleiða góða vöru sem eru neytandanum til góðs." Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hafði samband við Olís með þessa hugmynd og þeim leist svo vel á þetta að þeir stukku til," segir Þórður G.Halldórsson hjá Græna hlekknum sem dreifir lífrænt ræktuðu grænmeti til einstaklinga í áskrift. Þórður rekur ásamt eiginkonu sinni, Karólínu Gunnarsdóttur, garðyrkjustöðina Akur í Biskupstungum þar sem eingöngu fer fram lífræn ræktun en þau hjón héldu til Svíþjóðar að kynna sér lífræna ræktun og kynntust svo þeirri hugmynd í Danmörku að dreifa grænmeti í samstarfi við olíustöðvarnar. "Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem gæti gengið hérna og viðbrögðin hafa verið mjög góð því sífellt fleiri nýta sér þessa þjónustu," segir Þórður. Fyrirkomulagið er á þann veg að einu sinni í viku fá áskrifendur sendan pöntunarlista með tölvupósti sem fylltur er út og sendur til baka. Nokkrum dögum síðar er pöntunin tekin saman og pökkunum dreift á Olís-stöðvarnar þar sem fólk nálgast vörurnar. "Einhverra hluta vegna hafa lífrænt ræktaðar vörur átt erfitt með að rata inn í almennar matvöruverslanir þó að það fari síbatnandi, en þetta er góð leið til að koma þeim beint til neytandans. Þeim gefst þarna tækifæri til að fá ferskar vörur beint frá framleiðanda og sumar þeirra eru ófáanlegar í almennum verslunum, má þar nefna öll fersku kryddin sem við bjóðum upp á," segir Þórður og tekur það fram að ekki komi öll framleiðslan frá Akri heldur einnig frá nokkrum öðrum ræktendum. Auk grænmetis er boðið upp á lífræna jógúrt frá Biobú sem er skemmtileg viðbót í pakkann og hefur verið vel tekið. "Að mörgu leyti býður þetta form upp á vissa tilraunastarfsemi þar sem við getum prófað nýja hluti og sett nýjar vörur í pakkann sem bjóðast hvergi annars staðar," segir Þórður. Aðspurður um ástæður þess að hann ákvað að ráðast í lífræna framleiðslu segir hann: "Fyrir mig sem framleiðanda þá eru það fyrst og fremst umhverfissjónarmið sem skipta máli auk þess að framleiða góða vöru sem eru neytandanum til góðs."
Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira