Innlent

Lifrarbólgufaraldur í rénun

Hópsýkingar af völdum lifrarbólgu A höfðu brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulöndum, en þær eru vel þekkt vandamál meðal þeirra, að sögn Haraldar. Í framhaldi af því beindi Landlæknisembættið þeim tilmælum til homma hér á landi að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu. "Það er erfitt að átta sig á því hvort aukning hefur orðið á slíkum bólusetningum hér vegna þessa," sagði Haraldur. "Fólk sem er að fara til Afríku og Asíu lætur bólusetja sig hvort eð er. Það myndi ekki sjást í svona tölfræði þótt fleiri hommar myndu láta bólusetja sig heldur en áður." Haraldur sagði að vandamálið væri enn til staðar í Osló, Kaupmannahöfn, Málmeyjarsvæðinu og í London. Samkvæmt fréttum þaðan væri faraldurinn sennilega búinn að ná hámarki og færi síðan að fjara út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×