Heima er best 27. október 2004 00:01 "Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
"Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu," segir Áslaug Jónsdóttir, en hún á verslanirnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eiginmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöllina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. "Fólk á Íslandi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilisvörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju herbergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur," segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu verslunina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ármúla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smáralind fæst borðbúnaður í miklu úrvali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herbergin í sama stíl. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Verslunin er með 48 mismunandi tegundir af matarstellum. Franspostulínið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskjulaga. Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar. Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meirihlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur. Dýnurnar eru klæðskerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fætur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik. Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi.Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira