Eigum að leyfa fjölbreytni 26. október 2004 00:01 Tvær tólf ára stúlkur voru í síðustu viku reknar úr frönskum skóla fyrir að neita að taka ofan höfuðslæðu. Ingvill Plesner er sérfræðingur í trúfrelsismálum og mannréttindum og er stödd hér á landi við rannsóknarstörf á vegum Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérstaklega skoðað nýleg lög í Frakklandi sem banna nemendum að ganga með áberandi trúartákn. Hún segir að ef takmarka eigi þennan rétt verði afar góð ástæða að búa að baki í lýðræðislegu þjóðfélagi, til dæmis með hliðsjón af almannareglum. Í þessu tilviki eigi slíkt stundum við. Þó sé bannið ekki í samræmi við markmið og kröfur um trúfrelsi. Ingvill bendir á að ef tilgangur laganna sé að aðlaga múslima að frönsku samfélagi þá virki þau í raun þveröfugt. Með því að reka börn úr skóla sé verið að dæma þau til félagslegrar einangrunar og af því spretti fleiri vandamál en af klæðaburðinum einum saman. Ingvill segir að ýmsar ástæður geti legið að baki slæðunotkun múslimakvenna; það sé einföldun og ranghugmynd að slæðan sé alltaf tákn um öfgakennda trú og kvennakúgun og hún ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að sýna umburðarlyndi í þessum málum. Hún segir að þegar komi að reglum þurfi jafnræði að ríkja. Reglur verði að gilda um alla. Íslendingar verði að velta því fyrir sér hvort þeir vilji leggja áherslu eða fjölbreytni eða einsleitni. Hvort opinberar stofnanir eins og skólar séu nokkurn vegin lausir við trúarleg tákn. Hún segist sjálf á þeirri skoðun að best sé að börn læri að kynnast sem mestri fjölbreytni og trúarleg tákn séu leyfð hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Tvær tólf ára stúlkur voru í síðustu viku reknar úr frönskum skóla fyrir að neita að taka ofan höfuðslæðu. Ingvill Plesner er sérfræðingur í trúfrelsismálum og mannréttindum og er stödd hér á landi við rannsóknarstörf á vegum Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérstaklega skoðað nýleg lög í Frakklandi sem banna nemendum að ganga með áberandi trúartákn. Hún segir að ef takmarka eigi þennan rétt verði afar góð ástæða að búa að baki í lýðræðislegu þjóðfélagi, til dæmis með hliðsjón af almannareglum. Í þessu tilviki eigi slíkt stundum við. Þó sé bannið ekki í samræmi við markmið og kröfur um trúfrelsi. Ingvill bendir á að ef tilgangur laganna sé að aðlaga múslima að frönsku samfélagi þá virki þau í raun þveröfugt. Með því að reka börn úr skóla sé verið að dæma þau til félagslegrar einangrunar og af því spretti fleiri vandamál en af klæðaburðinum einum saman. Ingvill segir að ýmsar ástæður geti legið að baki slæðunotkun múslimakvenna; það sé einföldun og ranghugmynd að slæðan sé alltaf tákn um öfgakennda trú og kvennakúgun og hún ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að sýna umburðarlyndi í þessum málum. Hún segir að þegar komi að reglum þurfi jafnræði að ríkja. Reglur verði að gilda um alla. Íslendingar verði að velta því fyrir sér hvort þeir vilji leggja áherslu eða fjölbreytni eða einsleitni. Hvort opinberar stofnanir eins og skólar séu nokkurn vegin lausir við trúarleg tákn. Hún segist sjálf á þeirri skoðun að best sé að börn læri að kynnast sem mestri fjölbreytni og trúarleg tákn séu leyfð hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til „Nýja Íslands“ Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira