Boðað til fundar í kennaradeilu 25. október 2004 00:01 Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari var boðaður á fund þriggja ráðherra í stjórnarráðinu í gær og að þeim fundi loknum ákvað hann að boða til samningafundar í dag í kennaradeilunni. Ráðherrarnir höfðu áður rætt við fulltrúa Kennarasambands Íslands og launanefnd Sveitarfélaganna. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra tilkynnti að loknum fundunum að sáttasemjari hefði ákveðið að snúa við blaðinu og boða til fundar en eftir að kennarar höfnuðu sáttatilllögu hans á fimmtudagskvöld hafði fundur verið boðaður eftir hálfan mánuð. "Það er óviðunandi að funda ekkert í hálfan mánuð. Nýr fundur vekur bjartsýni um lausn á nýjan leik" sagði Halldór að loknum fundum gærdagsins. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði ekki komið með nein ný útspil á fundinum enda hefði þetta ekki verið samningafundur."Í sjálfu sér ekkert nýtt í stöðunni annað en þörfin fyrir að málið sé leyst verður brýnni og brýnni. Það liggur fyrir að sveitarfélögin bera hina fjárhagslegu ábyrgð og þau telja sig hafa gengið mjög langt til móts við kennaranna. Það hlýtur að vera leið til lausnar." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sagði að ráðherrar hefðu hefðu tekið fram að lagasetning hefði ekki verið rædd. "Boltinn er í höndunum á okkur öllum. Enginn getur firrt sig ábyrgð. Við lítum á það sem grundvallaratriði að koma ekki með neitt sem félagsmenn okkar munu hafna því þá yrði staðan fyrst alvarleg". Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna sagði að sveitarfélögin væru tilbúin til viðræðna "hvar sem er og hvenær sem er" en viðurkenndi að það væri stál í stál í deilunni. Hann sagðist andsnúinn að setja málið í gerðardóm: "Ég held að það yrði mjög erfið ganga, ég held að ef menn gætu komist að samkomulagi um forsendur fyrir gerðardómi gætu menn eins samið."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira