Fyrsta háhýsi Austurlands 25. október 2004 00:01 "Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu. Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
"Ég tryggði mér strax íbúð á efstu hæðinni," segir Auður Anna Ingólfsdóttir hótelstjóri sem keypti fyrstu íbúðina í fyrsta eiginlega háhýsinu á Austurlandi er stendur við Kelduskóga á Egilsstöðum. Kaupin voru gerð í janúar árið 2003 og "þá var ekki einu sinni komin hola," eins og Auður orðar það. Húsið er sjö hæðir og var formlega tekið í notkun nýlega er Malarvinnslan hf. afhenti nýjum eigendum tvær fyrstu íbúðirnar. Samtals er þar 21 íbúð, eða þrjár á hverri hæð. Þær eru af tveimur stærðum og auk þess eru sérgeymslur fyrir hverja íbúð í kjallara hússins og sameiginlegar geymslur. Íbúð Auðar er 90 fermetrar að stærð og hún verður tilbúin eftir tvær vikur eða svo. "Ég var að láta breyta nokkrum atriðum eftir mínu höfði og þessvegna dregst þetta aðeins," segir Auður sallaróleg og finnst ekkert liggja á þótt hún hlakki til að flytja inn. Hún kveðst hafa búið á Héraði í sex ár en hafa alist upp í Reykjavík. "Mér finnst forréttindi að búa hér og langar ekki til Reykjavíkur aftur," segir hún afdráttarlaust. Hún segir nýja háhýsið standa á fallegum stað, rétt við aðal útivistasvæði Egilsstaðabúa, Selskóga. "Svo er þetta hæfilega langt frá miðbænum og ekkert mál að hlaupa í kaupfélagið," segir Auður. Hún kveðst fagna því að verða í viðhaldsfríu húsnæði og ekki spilli að hafa útsýni yfir hið rómaða Fljótsdalshérað, allt til Snæfells. Fasteigna- og skipasala Austurlands hefur sölu íbúða í húsinu með höndum og þegar hefur ríflega þriðjungur þeirra verið seldur. Þær verða afhentar eigendum sínum á næstu vikum.Blokkin við Kelduskóga á Egilsstöðum trónir hátt yfir aðrar byggingar í hverfinu.
Hús og heimili Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira