Innlent

Samherji stofnar nýtt fyrirtæki

Útgerðarfyrirtækið Samherji á Akureyri hefur stofnað fyrirtæki í Cuxhafen í þýskalandi, sem á að vinna úr íslenskum ferksfiski og dreifa honum ferskum á markað. Til að byrja með verður unnið úr karfa og honum dreift til veitingahúsa í þýskalandi og nálægum löndum. Þá er útvegsfyrirtækið Brim, sem meðal annars á útgerðarfélag Akureyringa, að stórauka útflutning á ferskum unnum flökum til Bretlands og nemur útflutningurinn 30 til 35 tonnum á viku. Talsmenn fyrirtækisins búast við aukningu á þessu sviði þar sem neytendur vilji fremur fá kælda ferska vöru en frysta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×