Innlent

Íslendingar þurfa að gefa meira

Um helgina var haldin á Þingvöllum ráðstefna Norræna samvinnuráðsins í málefnum fólks með þroskahömlun. Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera framarlega í þróunaraðstoð en nú sé komið að Íslendingum að sýna samstöðu í verki. "Fatlað fólk, þroskahamlaðir og fjölskyldur þeirra í þriðja heiminum eru sá hópur fólks sem er verst settur í heiminum. Við viljum vekja athygli á skyldum Íslendinga, því ef við ætlumst til að aðrir styðji okkur í okkar baráttu verðum við að gefa eins og við getum til annarra," segir hann. Í kjölfarið verður haldin ráðstefna á Grand-hóteli Reykjavík um aðstoð við fólk í þróunarríkjunum með þroskahömlun og fjölskyldur þess. Sérstakur gestur á ráðstefnunni nú var Diane Richler, forseti Inclusion International, sem er heimssamband systursamtaka Landssamtakanna Þroskahjálpar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×