Hefur séð áverka á líkama og sál 23. október 2004 00:01 Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að þó hann hafi ekki séð för eftir bora í hnéskeljum á fólki hafi hann séð áverka á fólki sem kemur úr fíkniefnaheiminum, þar á meðal ör eftir eggvopn og nefbrot eftir barsmíðar. Hann segir ofbeldisverk og hörkuna í þessum heimi hafa aukist með aukinni neyslu örvandi vímuefna. Þórarinn segir vímuefnaneytendur nota efni sem kosti talsvert mikið af peningum og því verði þeir skuldugir. Hann segir bankana nota sínar leiðir til að innheimta skuldir og þar séu oft engin vettlingatök. "Ætli þessi heimur hafi ekki sínar leiðir til að innheimta skuldir en ég veit ekki hvort það er gert á skipulagðan hátt. Hvernig innheimtuaðgerðirnar eru fer eftir því hver heldur á skuldinni og hver reynir að innheimta hana," segir Þórarinn. Hann segir ábyggilegt að hart sé gengið á eftir fólki sem skuldar og hefur hann sjálfur heyrt um að foreldrar og skyldmenni þeirra sem skulda verði fyrir ónæði. Aðspurður um ummæli Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns þess efnis að ógnunum sé sjaldnast fylgt eftir með ofbeldi svarar Þórarinn að það fari eftir því hvernig menn túlki ofbeldi. Fólk sem búið hafi við andlegt ofbeldi viti hversu hryllilegt það getur verið og að búa við stöðugan ótta sé alveg skelfilegt. "Foreldrar og skyldmenni vímuefnaneytenda búa fyrir við þá angist að neytandinn sé í stöðugri lífshættu þó ekki sé verið að bæta við ótta um að einhverjir menn vilji beinlínis meiða hann. Þá hafa þeir sem skulda líka áhyggjur af sínum ættingum vegna skuldbindinga sem þeir hafa ekki staðið við og hafa hlaupið úr meðferð vegna þess," segir Þórarinn. Þórarinn segir ástæðu þess að lítið sé kært ekki alltaf vera hræðslu heldur hafi öllum verið gefið vit og fólk þurfi að vera sannfært um að það borgi sig að kæra. Hvort fólk hreinlega nenni að standa í málaferlum í héraðsdómi og Hæstarétti og fá kannski eitt hundrað þúsund krónur eftir allt saman.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira