EasyJet flýgur ekki til Íslands 22. október 2004 00:01 Flugleiðir keyptu síðdegis 8,4 prósenta hlut í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet. Flugleiðamenn eiga ekki von á að easyJet hefji flug hingað til lands þrátt fyrir þetta. Breskir fjölmiðlar fóru hamförum í morgun þegar fréttist að því að enn á ný væri hópur íslenskra fjárfesta kominn á kreik á breskum fjármálamarkaði og að þetta sinn væri skotmarkið eitt þekktasta vörumerki evrópska flugbransans: easyJet. Í upphafi var talið líklegt að hið nýstofnaða fyrirtæki Avion Group væri þarna á ferð og sumstaðar í breskum fjölmiðlunum var Iceland Express nefnt til sögunnar. Fljótlega varð þó ljóst að Flugleiðir, móðurfélag Icelandair, væru þarna á ferð. Verð hlutabréfa í easyJet eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Verðmæti hlutabréfa hefur fallið um 2/3 frá áramótum en hefur verið nokkuð stöðugt undanfarnar vikur. Það rauk hins vegar upp um tuttugu prósent í dag, áttatíu og sex milljónir hlutabréfa voru keyptar og seldar á markaði í Lundúnum - tífalt meira en á venjulegum degi. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir áhugann á easyJet hafa verið til staðar um hríð og Flugleiðir því fylgst með breska flugfélaginu nokkuð vel á þessu ári. Sjálf viðskiptin gerðust hins vegar mjög hratt að sögn Hannesar. Spurður hvort þetta sé fyrsta skrefið af fleirum út fyrir landsteinana segir hann svo geta verið. Hannes neitar því að þetta séu viðbrögð við stofnun Avion Group. Ekki stendur til að Icelandair verði lággjaldaflugfélag á næstunni og Hannes taldi ekki að breyting yrði á högum íslenskra flugfarþega vegna þessarra kaupa, en alls keyptu Flugleiðir 8,4 prósenta hlut í easyJet. Mikill stærðarmunur er á félögunum. Til að mynda var hagnaður easyJet í fyrra um níu milljarðar króna á síðasta rekstrarári en Flugleiðir högnuðust um 1,1 milljarð. Spurður hvort Davíð sé að gleypa Golíat segir Hannes svo alls ekki vera. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Flugleiðir keyptu síðdegis 8,4 prósenta hlut í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet. Flugleiðamenn eiga ekki von á að easyJet hefji flug hingað til lands þrátt fyrir þetta. Breskir fjölmiðlar fóru hamförum í morgun þegar fréttist að því að enn á ný væri hópur íslenskra fjárfesta kominn á kreik á breskum fjármálamarkaði og að þetta sinn væri skotmarkið eitt þekktasta vörumerki evrópska flugbransans: easyJet. Í upphafi var talið líklegt að hið nýstofnaða fyrirtæki Avion Group væri þarna á ferð og sumstaðar í breskum fjölmiðlunum var Iceland Express nefnt til sögunnar. Fljótlega varð þó ljóst að Flugleiðir, móðurfélag Icelandair, væru þarna á ferð. Verð hlutabréfa í easyJet eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Verðmæti hlutabréfa hefur fallið um 2/3 frá áramótum en hefur verið nokkuð stöðugt undanfarnar vikur. Það rauk hins vegar upp um tuttugu prósent í dag, áttatíu og sex milljónir hlutabréfa voru keyptar og seldar á markaði í Lundúnum - tífalt meira en á venjulegum degi. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir áhugann á easyJet hafa verið til staðar um hríð og Flugleiðir því fylgst með breska flugfélaginu nokkuð vel á þessu ári. Sjálf viðskiptin gerðust hins vegar mjög hratt að sögn Hannesar. Spurður hvort þetta sé fyrsta skrefið af fleirum út fyrir landsteinana segir hann svo geta verið. Hannes neitar því að þetta séu viðbrögð við stofnun Avion Group. Ekki stendur til að Icelandair verði lággjaldaflugfélag á næstunni og Hannes taldi ekki að breyting yrði á högum íslenskra flugfarþega vegna þessarra kaupa, en alls keyptu Flugleiðir 8,4 prósenta hlut í easyJet. Mikill stærðarmunur er á félögunum. Til að mynda var hagnaður easyJet í fyrra um níu milljarðar króna á síðasta rekstrarári en Flugleiðir högnuðust um 1,1 milljarð. Spurður hvort Davíð sé að gleypa Golíat segir Hannes svo alls ekki vera.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira