Lokatilraun til samninga brást 21. október 2004 00:01 Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Sveitarfélögin geta ekki mætt kröfum kennara. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna í viðræðunum, segir telft hafi verið á tæpasta vað. Þeir hafi engin ráð sem kalli á fund með kennurum næsta hálfa mánuðinn. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að við lok þessarar deilu sé tími til kominn að kennarar semji sér við hvert sveitarfélag um laun: "Ég trúi því og vona að næst þegar við komum að samningaborðinu séum við ekki að tala við launanefnd sveitarfélaganna heldur menn sem hafa faglega og pótitíska ábyrgð." Fundi samninganefndanna lauk þegar ljóst varð að hugmyndir sem Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari lagði fram nægðu ekki til sátta: "Ég taldi mig fara bil beggja og vonaðist að menn gætu gert þær að umræðugrundvelli. Það varð ekki niðurstaðan." Í vor var kennurum boðin samningur sem hljóðaði upp á 18 prósenta kostnaðaraukningu launatengdra gjalda. Þeir höfnuðu tilboðinu og voru tilbúnir að loka samningi á um 30 prósenta hækkun. Hugmynd ríksisáttasemjara var á því bili. Birgir Björn segir launanefndina hafa verið tilbúna að ganga að tillögu ríkissáttasemjara ef hún leiddi til samnings. "Hugmyndin felur í sér miklu meiri kostnað en við vorum áður tilbúnir að axla. Hún var í okkar huga lokatilraun. Það er sannarlega hryggilegt að við skulum standa upp eftir þennan dag án samnings." Eiríkur segir hugmynd ríkissáttasemjara virðingaverða: "Hún var ekki nægjanleg til að við myndum ganga til samnings." Ásmundur hefur boðað til fundar 2. nóvember. Samninganefndirnar geti hisst fyrr telji þær ástæðu til. Ríkissáttasemjari segir það langa hlé sem hann hafi boðað til sé ekki ákall á lagasetningu á verkfall kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira