Deilan um landið á tímamótum 21. október 2004 00:01 Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Jarðeigendur í uppsveitum Biskupstungna halda jörðum sínum óskertum en afréttur sem þeir gerðu kröfu til verður að þjóðlendum samkvæmt dómi Hæstaréttar í gær. Ríkið gerði kröfu um hluta jarðanna. Með dómnum er staðfestur úrskurður óbyggðanefndar frá því árið 2000. Þetta er fyrsti dómur Hæstaréttar í þjóðlendumáli og gæti því orðið fordæmi í öðrum slíkum málum allt í kringum landið. Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, segir að í dómi Hæstaréttar felist ótvíræð staðfesting á því að úrskurður nefndarinnar hafi verið byggður á traustum grunni og það sé viðurkenning á vel unnu verki. Hún segir óvíst hvort önnur svipuð mál falli niður en dómurinn hljóti að gefa fordæmi. Allt landið sé undir í áframhaldandi skiptingu milli eignarjarða og þjóðlenda, það er jarða sem verði í eigu íslenska ríkisins og undir forsjá forsætisráðuneytisins. Þjóðlendulög voru sett árið 1998 þar sem dómar Hæstaréttar höfðu þótt gefa til kynna að óvissa væru um eignaréttur á jörðum þegar ríki og einstaka jarðeigendur greindi á um réttinn. Sérstaklega þótti óvissa ríkja um afréttarsvæði, miðhálendi og jökla. Með lögunum var sett á fót óbyggðanefnd sem var falið að greiða úr óreiðunni. Hins vegar sættu hvorki ríki né jarðeigendur sig við niðurstöðu nefndarinnar og vísuðu málinu til dómstóla. Ólafur Sigurgeirsson flutti varði mál ríkisins fyrir óbyggðanefnd. Hann segir að ríkið hafi unnið nokkurn sigur með dómi Hæstaréttar þar sem til séu orðnar þjóðlendur sem bændur hafi talið sig eiga fram til þessa. Auk þess hafi Hæstiréttur gert ríka kröfu um sönnun af þeirra hálfu. Bændur hafi fram til þessa haldið því fram að þeir ættu óumdeilda eignarkröfu á lönd ef þeir ættu þinglýst landamerkjabréf. Nú verði hins vegar að skoða hvert bréf fyrir sig og meta gildi þess. Ólafur segir að ríkið hafi ekki verið að seilast í lönd bænda, heldur hafi einungis þurft að fá skýrar línur til að skilgreina hvaða jarðsvæði þjóðin ætti annars vegar og bændur hins vegar.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira