Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum 21. október 2004 00:01 Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl." Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl."
Matur Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira