Innlent

Segja styrk ekki stuðning

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu og Ríkissjónvarpinu hefur afthent verkfallssjóði Kennarasambands Íslands styrk að upphæð 220 þúsund krónur. Jón Gunnar Grjetarsson, formaður félagsins vísar því á bug að með þessu séu fréttamenn ríkisfjölmiðlanna orðnir vanhæfir til að fjalla um kennaradeiluna. "Já, ég tel að við getum alveg fjallað hlutlægt um þessa deilu. Þetta er aðeins táknrænn stuðningur stéttarfélags." Jón Gunnar þvertekur fyrir að tekin sé afstaða með kennurum í deilunni með þessum fjárstuðningi. Fjárstyrkurinn sé hluti af stuðningi Bandalags háskólamanna við kennara en Félag fréttamanna eigi aðild að því. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs útvarps og sjónvarps ríkisins hafði ekki heyrt af samþykktinni þegar Fréttablaðið hafði samband við hann og sagðist þurfa að kynna sér málið. Spurning um vanhæfni hefði vissulega vaknað ef lýst hefði verið stuðningi við málstað verkfallsmanna en svo virtist ekki vera.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×