Lífið

Remax Stjarnan

Fasteignasalan Remax Stjarnan í Garðabæ býður nú upp á nýja þjónustu sem án efa á eftir að nýtast viðskiptavinum hennar vel. "Þegar við seljum eign fyrir fólk er innifalið í sölunni að Guðlaug Halldórsdóttir, betur þekkt sem Gulla í Má Mí Mó, veiti innanhússráðgjöf í nýju íbúðinni sem fólk kaupir," segir Guðrún Antonsdóttir, sölumaður hjá Remax, "Þá skiptir ekki máli hvort sú eign er keypt í gegnum okkur eða ekki." Gulla mun meðal annars ráðleggja fólki um uppröðun húsgagna, litaval og val á smáhlutum. "Ég þarf að sjá hvernig stíl og húsgögn fólk er með," segir Gulla. "Það er til dæmis algengt að fólk sé með allt of mikið af húsgögnum og þá getur verið nauðsynlegt að losa sig við. Aðallega felst þetta þó í að hjálpa fólki að gera gott úr því sem fyrir er með litlum tilkostnaði." Gulla segir smáhluti eins og púða, vasa og lampa skipta miklu máli svo og litasamsetningu. "Ég ráðlegg fólki líka að hafa tilbreytingu og skipta út fyrir sumar og vetur. Það er hægt með lömpum, púðum og litlum hlutum og jafnvel hægt að leika sér svolítið með gardínur og ábreiður. Það getur verið nauðsynlegt að skipta stundum um stemningu svo fólk fái ekki leið á heimilinu sínu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×