Vill loka samningamenn inni 19. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi kennaraverkfallið á reglubundnum fundi sínum í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að ríkisstjórnin haldi fast í fyrri yfirlýsingar um að blanda sér ekki í deiluna hvorki með lagasetningu né ívilnunum handa sveitarfélögum. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segir frétt ríkisútvarpsins um að lög verði sett á verkfallið standi það til mánaðamóta sé tilhæfulaus með öllu. "Það hafa engar slíkar umræður farið fram. Deiluaðilar hljóta að gera sér grein fyrir sinni ábyrgð og þeir verða að hafa frið." Halldór útilokar líka ívilnanir og segir að staðið verði við þann ramma sem settur var í nýlegri yfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um tekjuskipingu. Menntamálaráðherra segir að deilendur hljóti að gera sér grein fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá ríkisstjórn og samfélagi um að semja. "Spurningin er sú hvort ekki sé rétt að loka deiluaðila inni þar til þeir hafa samið. " Björgvin G. Sigurðsson, talsmaður Samfylkingarinnar í menntamálum segir þvert á móti að ríkisstjórnin og sérstaklega menntamálaráðherra geti ekki skotið sér undan ábyrgð."Stjórnvöld verða að koma að deilunni með afdráttarlausum hætti. Í fyrsta lagi vegna þess að ríkið samdi myndarlega við viðmiðunarstétt grunnskólakennara. Í öðru lagi vegna þess að ríkið skuldar milljarða vegna lagabreytinga og verður að veita sveitarfélögum hlutdeild í fjármagnstekjuskatti útaf einkahlutafélagavæðingu." Björgvin útilokar lagasetningu á þessu stigi en vekur athygli á að skilgreina þurfi hvað felist í sliku, hvort kjaradómur ákveði laun, verkfallsréttur verði tekinn af kennurum. Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðisflokki og formaður menntamálanefndar þingsins segir að beita eigi lagasetningu aðeins ef neyðarástand skapast: "Sá punktur er að nálgast mjög hratt."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira