2 1/2 árs fangelsi hæfilegt 19. október 2004 00:01 Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
Ríkissaksóknari telur hæfilegt að allir sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi. Verjendur krefjast sýknu af flestum ákæruliðum. Aðalmeðferð í Héraðsdómi lauk rétt fyrir hádegi. Saksóknari telur tveggja ára fangelsi algjört lágmark en segir hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsisvist. Hann segir meðferð sakborninga á líki Vaidasar Júsevisíusar kalla á þunga refsingu en því var sökkt í höfnina í Neskaupstað þann 8. febrúar sl. eftir að Vaidas hafði átt í fimm daga dauðastríði að heimili eins sakbornings með iðrin full af eiturlyfjum. Saksóknari telur mennina hafa svikist um að koma manninum til hjálpar og að þeir hafi sýnt Vaidasi og ástvinum hans algjört virðingarleysi með meðferð líksins. Varðandi fyrsta ákærulið, sem varðar innflutning rúmlega 220 gramma af amfetamíni í iðrum Vaidasar, þá játar Tómas Malakauskas sök en Grétar Sigurðarson og Jónas Ingi Ragnarsson neita sök. Varðandi ákærulið tvö, sem snýr að því að hafa ekki komið manni í neyð til hjálpar, þá neita allir sök. Verjendur Grétars og Tómasar bentu ennfremur á að þeir hefðu boðið Vaidasi að koma honum undir læknishendur en hann neitað, og segja verjendur að ekki sé hægt að neyða menn til að leita læknis. Varðandi þriðja lið, sem lýtur að ósæmilegri meðferð á líki, þá játa Grétar og Tómas sök en verjendur þeirra fara fram á lágmarksrefsingu. Jónas neitar þar allri sök. Verjandi Jónasar sagði fyrir dómi í morgun að upphaflega hafi þetta mál litið út sem harðsvírað morðmál. Fljótlega hefði annað komið í ljós en engu að síður hefði málið áfram fengið gríðarlega mikla athygli. Hann sagði að sjaldan hefðu jafn margir lögreglumenn, eytt jafn miklum tíma og vinnu, í jafn lítilfjörlegt mál. Málið var sem fyrr segir lagt í dóm rétt fyrir hádegi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira