Vissi ekki af líkinu 18. október 2004 00:01 Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Einn sakborninganna í líkfundarmálinu segist ekki hafa haft hugmynd um að lík væri vafið í teppi og geymt aftur í, í jeppa sem hann ók um 700 kílómetra leið austur á firði. Hinir sakborningarnir tveir staðhæfa að allir þrír hafi átt þátt í að koma líkinu fyrir í höfninni í Neskaupstað. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þrír menn sæta ákæru í líkfundarmálinu: Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tómas Malakauskas. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningi á rúmlega 200 grömmum af amfetamíni sem Vaidas Júsevisíus kom með í iðrum sínum þann 2. febrúar síðastliðinn. Þeir eru ennfremur ákærðir fyrir að hafa ekki komið manni í lífsháska til hjálpar og fyrir ósæmilega meðferð á líki eftir að Vaidas lést. Tómas játar sök varðandi fíkniefnainnflutninginn en öðrum ákærum neita allir þrír. Grétar og Tómas eru þó sammála að mestu um eftirfarandi atburðarás: Þeir fóru með Vaidas, þegar eftir að hann kom til landsins, að heimili Tómasar í Furugrund. Eitrið í iðrum Vaidasar vildi ekki ganga niður af honum, þrátt fyrir að hann fengi hægðalosandi lyf og stólpípu. Heilsu hans fór hrakandi og fjórum dögum síðar, föstudaginn 6. febrúar, lést hann. Grétar gekk frá líkinu í plastpoka og vafði því inn í blátt filtteppi. Mennirnir leigðu jeppa og settu líkið inn að aftan með því að leggja niður aftursæti bílsins. Grétar flaug síðan austur í Neskaupstað í heimsókn til móður sinnar. Jónas og Tómas óku jeppanum austur og lentu í hrakningum á leiðinni vegna veðurs. Þeir komu til Neskaupstaðar tveimur dögum síðar og sunnudagskvöldið 8. febrúar sökktu þeir líkinu af Vaidasi í sjóinn við netagerðarbryggjuna. Þeir vöfðu keðjum og bobbingum um líkið og Grétar segist hafa stungið þrjú göt á það svo það sykki betur. Vitnisburður þriðja sakborningsins, Jónasar Inga Ragnarsssonar, er allur á aðra lund. Hann neitar með öllu allri aðild að þessu máli. Jónas kannast ekkert við að hafa vitað af Vaidasi þessa fimm daga sem líf hans var að fjara út á heimili Tómasar, þrátt fyrir að hafa komið þar reglulega. Enn síður kannast hann við að hafa ekið með lík austur til Neskaupstaðar. Hann viðurkennir að hafa ekið með Tómasi austur en segir upphaflegan tilgang hafa verið að sýna Tómasi Gullfoss og Geysi. Það ferðalag vatt svo upp á sig og fyrir röð tilviljana hafi þeir endað austur í Neskaupstað. Jónas segist trúlega hafa verið í göngutúr þegar líkinu var sökkt í höfnina. Hinum ber þó saman um að Jónas hafi aðstoðað við að koma líkinu fyrir. Aðalmeðferð málsins lýkur á morgun.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira