Innlent

Gripið verði til lagasetningar

Gunnar Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis, segir að ríkið verði að grípa til örþrifaráða með lagasetningu ef ekki gangi saman með deilendum í kennaradeilunni á næstunni. Gunnar sagði þetta í viðtali við Ríkisútvarpið í gærkvöldi en vildi ekki tímasetja nánar hvenær nóg væri komið svo að lög verði sett til að stöðva verkfallið. Fréttastofa Ríkisútvarpsins telur sig hins vegar hafa fyrir því heimildir að búast megi við lagasetningu um næstu mánaðamót, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Fimmta vika verkfallsins hófst á miðnætti og hefur ríkissáttasemjari boðað deilendur til fundar í dag. Fréttastofunni er ekki kunnugt um að deilendur ætli að spila einhverju nýju út á fundinum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×