Innlent

Kennarar læri af verkafólki

"Þeir sem standa þessa dagana í samningaviðræðum og heyja kjarabaráttu sem um margt minnir á fyrri tíma gætu lært af mönnum eins og Halldóri Björnssyni, fráfarandi formanni Starfsgreinasambandsins." Þetta sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra á ársfundi Starfsgreinasambandsins. Árni sagði að Halldór hefði haft ríkan skilning á gildi þess fyrir launafólk að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum. Hann hefði lagt sitt af mörkum í þeim efnum og sýnt einstaka ábyrgðartilfinningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×