Álitshnekkir fyrir Hæstarétt 13. október 2004 00:01 Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Kjartan Ásmundsson segir það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að leita réttar síns gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið til að greiða honum bætur í gær eftir að Héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt Kjartani í óhag. Kjartan segir dóm Mannréttindadómstólsins álitshnekki fyrir Hæstarétt. Kjartan höfðaði mál gegn Lífeyrissjóði sjómanna á síðasta áratug þar sem sjóðurinn felldi niður bætur til hans, sem hann hafði átt rétt á vegna slyss sem hann varð fyrir sem ungur maður, og hindraði að hann gæti stundað sjóinn framar. Bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur staðfestu að svipta mætti manninn bótum á grundvelli nýrra laga. Kjartan fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi hafi ekki verið heimilt að svipta hann bótunum og er ríkið dæmt til að greiða honum sjö milljónir króna í bætur. Lögmaður Kjartans segir stærsta sigurinn vera úrskurð Mannréttindadómstólsins á því að ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Kjartan er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sem kollvarpar dómi Hæstaréttar. Hann telur þetta þá niðurstöðu sem Hæstiréttur hefði átt að geta komist að hjálparlaust. Kjartan segist alla tíð hafa verið sannfærður um að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu og því ákveðið að fara með málið lengra. "Eins og ég hef sagt áður er það sorglegt að menn þurfi að fara út fyrir landsteinana til að fá jafn einfalda hluti og þessa upp á borðið," segir Kjartan. Hann segir það klárt að dómurinn sé mikill álitshnekkir fyrir Hæstarétt. Dómsmálaráðherra mun funda á næstunni með sérfræðingum og ríkislögmanni um hvernig málið verði afgreitt af hálfu ráðuneytisins.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira