Innlent

Samþykktu eina undanþágubeiðni

Einungis ein undanþágubeiðni var samþykkt á fundi undanþágunefndar kennara og sveitarfélaga í gær. Nítján beiðnum var hins vegar hafnað án umfjöllunar og einni beiðni, sem var frestað á fundi nefndarinnar 1. október, var frestað áfram. Eina undanþágubeiðnin sem fékkst samþykkt í gær var fyrir sérdeild fyrir einhverfa nemendur sem er rekin við Langholtsskóla í Reykjavík.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×