Innlent

Hækkuðu boð sitt verulega

Samningarnefnd sveitarfélaga setti fram hugmyndir að lausn kjaradeilu kennara í síðustu viku sem gerðu ráð fyrir talsvert meiri kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin en sem nam tilboði þeirra þegar verkfallið hófst, segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga. "Við vorum í þeirri góðu trú að við gætum hugsanlega verið að setja út lendingarbúnaðinn fyrir nýjum kjarasamningi og vildum þess vegna leggja sérstaklega á," segir Birgir Björn. "Við vorum að tefla á tæpasta vað bæði með okkar launastefnu og það fjárhagslega olnbogarými sem við höfum."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×