Innlent

Áhafnir styðja Sjómannafélagið

Áhafnir fiskiskipa á hafi úti hafa tekið upp á því að senda forystu Sjómannafélagsins stuðningsyfirlýsingar vegna Sólbaksdeilunnar. Þannig hvetur áhöfnin á Kleifabergi ÓF forystusveit sína til frekari aðgerða og að beita öllum tiltækum ráðum gegn áformum útgerðar Brims hf. til að brjóta á bak aftur stéttarfélögin í landinu, og hætta ekki fyrr en útgerðin láti af fautaskap sínum og yfirgangi, eins og segir í yfirlýsingu hennar. Jafnframt hvetur áhöfnin á Kleifabergi talsmenn útgerða í landinu til að reyna að koma vitinu fyrir stjórnendur Brims í þessu máli svo forðast megi frekari óþarfa árekstra á milli sjómanna og útgerða.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×