Hvetur fólk til meiri vinnu 5. október 2004 00:01 Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Deilt var á Geir Haarde fjármálaráðherra í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Geir var sakaður um að hygla hálauna- og stóreignafólki með skattalækkunum en láta hina sitja eftir. Ráðherra svaraði því til að þessu fyrirkomulagi væri ætlað að hvetja fólk til að vinna meira. Geir sagði markmiðið vera að minnka jaðaráhrifin í skattkerfinu og gera það meira eftisóknarvert að afla sér meiri tekna. „Með öðrum orðum; þetta eru vinnuhvetjandi aðgerðir. Þær hvetja til þess að vinnuframboð aukist,“ sagði Geir á Alþingi í dag. Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði skýringar fjármálaráðherra á þeirri leið sem ríkisstjórnin valdi ágætar. Það væri göfugt markmið út af fyrir sig að hvetja hátekjumenn til að vinna meir. Og fjármálaráðherra sagði málfutning um ríkisfjármálin hafa verið villandi undanfarna daga, þar sem því hafi verið haldið blákalt fram að allt hefði farið úr böndunum undanfarin ár og afkoman orðið áttatíu milljörðum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ráðherrann sagði afar villandi að bera saman fjárlögin og endanlega niðurstöðu í ríkisreikningi vegna ýmissa óreglulegra liða og sérstakra aðstæðna. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður segir að sama ríkisstjórn hafi kynnt sérstaka breytingu árið 1996 sem gerði þetta tvennt samanburðarhæft. Hann segir að fjármálaráðherra sjálfur hafi notað þennan samanburð í þinginu í dag en í því samhengi sem henti honum. „Svo má einnig rifja það upp að árið 1996 lagði þessi sama ríkisstjórn fram frumvarp til fjárreiða ríkisins þar sem stendur orðrétt að sú breyting, sem var gerð þá, geri að verkum að fjárlög og ríkisreikningur verði að fullu samanburðarhæf. Þetta stendur berum orðum í frumvarpi þessarrar sömu ríkisstjórnar sem Geir H. Haarde tilheyrir,“ segir Ágúst Ólafur.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels