Innlent

165 milljónir úr sjóði kennara

Um 165 milljónir voru greiddar úr Vinnudeilusjóði kennara á mánudag. Kennari í fullu starfi fær 3.000 krónur fyrir hvern verkfallsdag. Það eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem nýta persónuafsláttinn fengu 38.417 fyrir fyrstu fjórtán dagana en þeir sem kjósa að nýta ekki skattkortin fengu 25.796 krónur. Kennarar sem voru atvinnulausir áður en til verkfalls kom fengu 672 þúsund greiddar úr sjóðnum í gær. Þeir fá ekki greiddar atvinnuleysisbætur á meðan verkalýðsfélagið þeirra er í verkfalli.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×