Innlent

Hindra löndun úr Sólbaki

Forystumenn sjómanna hafa komið í veg fyrir í allan dag að hægt sé að landa úr Sólbaki EA sem gerður er út af Brimi. Skipið kom til hafnar laust eftir hádegi en forystumenn sjómanna, þ.á m. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, fóru niður að bryggju þegar skipið lagðist að og hafa þeir hindrað löndun úr skipinu. Brim gerði á dögunum kjarasamning við áhöfn Sólbaks. Sjómannaforystan fordæmir þennan samning og segir hann ólöglegan. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur farið fram á það við lögreglu að hún fjarlægi mennina af bryggjunni svo löndun geti hafist, en lögregla segir í samtali við fréttastofu að hún ætli sér að bíða átekta þar sem hún líti svo á að þetta sé vinnudeila.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×