Innlent

Fimm fatlaðir fá gæslu

MYND/Vísir
Undanþágunefnd hefur úrskurðað fimm fatlaðir nemendur í Síðuskóla á Akureyri megi vera í gæslu í húsnæði skólavistunarinnar meðan á kennaraverkfallinu stendur. Fjórir nemendanna sem um ræðir eru einhverfir, en fólk með slíka fötlun má, sem kunnugt er, illa við röskun á högum sínum. Ólafur Thoroddsen skólastjóri í Síðuskóla sagði, að foreldrar umræddra barna væru mjög ánægðir með að þessi kostur hefði þó fengist, því mikið álag væri búið að vera á sumum heimilanna. Hins vegar hefur alvarlega fötluðum nemanda í Brekkubæjarskóla á Akranesi, sem þarf manninn með sér allan sólarhringinn, verið synjað um undanþágu til að fá kennslu. Beiðnin til undanþágunefndar var rökstudd þannig, að kennari umrædds nemanda stjórni stöðugu og sérhæfðu þjálfunarferli hans. "Hann þarf manninn með sér," sagði Ingvar Ingvarsson aðstoðarskólastjóri í Brekkubæjarskóla og bætti við að nemandinn fengi ekki markvissa þjálfun meðan á verkfalli stæði. Hins vegar fengi hann skóladagvist.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×