Innlent

Tilefnislítið lögguáhlaup

Bjarki Magnússon, sem var handjárnaður í stóra tölvumáli lögreglunnar, segir margfalt meiri skipti á tölvuskrám eiga sér stað á vefsvæði Deilis en Ásgarði, sem lögreglan réðst á. Hann segist hafa fengið ábendingu um komu lögreglunnar. Bjarki Magnússon múrari er einn af tölvumönnunum 12 sem voru handtekinn í síðustu viku vegna þátttöku sinnar í skiptimarkaðnum Ásgarði á netinu í gegnum forritið DC++ og þeirra meintu brota á höfundalögum sem þar áttu sér stað. Bjarki segist hafa verið járnaður af fíkniefnalögreglumönnum eins og eiturlyfjabarón. Meira um málið í DV í dag


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×