Innlent

Máli Hannesar vísað frá

Máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um lögbann á efnismeðferð Siðanefndar Háskóla Íslands var vísað frá í Hæstarétti í gær. Hannes krafðist lögbanns á störf siðanefndarinnar sem ætlaði að fjalla um vinnubrögð hans við ævisöguritun um Halldór Laxness. Nefndin hafi ekki verið komin á laggirnar þegar hann ritaði bókina og reglur hennar því ekki í gildi. "Í Hæstarétti var tekið fram að siðanefnd Háskóla Íslands væri ekki með lögum markað hlutverk. Yrði hún því ekki talin hafa slíka stöðu innan stjórnkerfis Háskóla Íslands að hún gæti borið skyldur eða átt réttindi að landslögum og átt þannig aðild að dómsmáli," segir í niðurstöðu dómsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×