Menning

Tóbak má ekki sjást

Ástralar ætla að feta í fótspor Íslendinga með löggjöf sem bannar að tóbak sé sjáanlegt á sölustöðum, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustöðvar. Lög þessa efnis tóku gildi hér á landi 1. ágúst árið 2001. Á vefnum kemur fram að í Ástralíu hafi einhverjir mótmælt lögunum, m.a. tóbaksframleiðendur. Bent er á að sífellt fleiri lönd taki upp sambærilega stefnu og fjölmörg hafi þegar bannað tóbaksauglýsingar. "Við gleðjumst yfir því að tekið er eftir því sem vel er gert í tóbaksvörnum á Íslandi og að við getum verið fordæmi fyrir aðrar þjóðir," segir þar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×