Innlent

Flugslys í Reykjavík

Á morgun hefst á Reykjavíkurflugvelli flugslysaæfing sem stendur fram á sunnudaginn 26. september. Æfð verða viðbrögð við því þegar flugvél með 90 manns innanborðs hlekkist á við austurenda flugvallarins. Slysið verður sviðsett á laugardaginn. Í tilkynningu Flugmálastjórnar kemur fram að alls muni hátt á sjötta hundrað manns taka þátt í æfingunni, frá björgunarsveitum, lögregluembættum, Flugmálastjórn, flugrekendum, heilbrigðisstofnunum, slökkviliðum, Rannsóknarnefnd flugslysa, Rauða krossinum, sóknarprestum og fleirum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×