Missa skammtímavistun í verkfalli 22. september 2004 00:01 Fötluð börn sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla missa í kennaraverkfallinu skammtímavist á vegum Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðar í Reykjavík og á Reykjanesi. Þá hefur stærstur hluti þeirra enga skóladagvist. Verkfallið kemur því afar hart niður á viðkomandi fjölskyldum, sagði Karlotta Finnsdóttir móðir stúlku sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla. Stór hópur barna í skólanum hefur átt kost á skammtímavist, á þeim tíma dagsins sem þau eru ekki í kennslustundum. Hún er því einungis milli klukkan þrjú - hálffjögur á daginn og átta á morgnanna, nokkra samliggjandi daga í senn. Það þýðir að foreldrar barnanna þyrftu að sækja þau klukkan átta að morgni og vera með þau allan daginn. Grundvöllurinn fyrir vistinni, sem á að gefa foreldrunum kost á að hvílast í nokkra daga er því brostinn í kennaraverkfallinu. "Fötlun minnar dóttur er þannig að hún vill ekki fara mikið að heiman, nema þá í rútínu sem hún er vön," sagði Karlotta. "Hún fer ekki í skammtímavistunina Í Eikjuvogi núna, því þá þyrfti að sækja hana klukkan átta á morgnana, hafa hana heima á daginn og aka henni svo aftur í vistunina síðdegis. Það gengur ekki upp, þótt ekki væri nema vegna þess, að hún yrði enn erfiðari ef meira rót kæmist á hagi hennar en orðið er með því að kennslan hennar í skólanum falli niður." Karlotta sagði, að staðan sem nú væri komin upp bitnaði mjög hart á foreldrum fötluðu barnanna. Sjálf væri hún þrisvar búin að stytta sinn vinnutíma vegna dóttur sinnar og nú væri hún meira eða minna bundin yfir henni eða með hugann hjá henni, ef einhver gætti hennar. "Þetta er orðin spurning um hversu lengi maður heldur vinnunni," sagði hún. "Fötlun dóttur minnar er þannig, að henni hefur gengið afskaplega illa í skólanum, þar til í haust. Þá varð hún svo ánægð og leið svo vel, en þá skall verkfallið á." Karlotta sagði foreldra fatlaðra skólabarna reyna að leysa sín mál með öllum mögulegum ráðum. Í einu tilviki vissi hún til að afi á níræðisaldri væri að reyna að gæta fatlaðs barnabarns sín, svo foreldrarnir kæmust í vinnuna. Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Fötluð börn sem stunda nám í Öskjuhlíðarskóla missa í kennaraverkfallinu skammtímavist á vegum Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðar í Reykjavík og á Reykjanesi. Þá hefur stærstur hluti þeirra enga skóladagvist. Verkfallið kemur því afar hart niður á viðkomandi fjölskyldum, sagði Karlotta Finnsdóttir móðir stúlku sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla. Stór hópur barna í skólanum hefur átt kost á skammtímavist, á þeim tíma dagsins sem þau eru ekki í kennslustundum. Hún er því einungis milli klukkan þrjú - hálffjögur á daginn og átta á morgnanna, nokkra samliggjandi daga í senn. Það þýðir að foreldrar barnanna þyrftu að sækja þau klukkan átta að morgni og vera með þau allan daginn. Grundvöllurinn fyrir vistinni, sem á að gefa foreldrunum kost á að hvílast í nokkra daga er því brostinn í kennaraverkfallinu. "Fötlun minnar dóttur er þannig að hún vill ekki fara mikið að heiman, nema þá í rútínu sem hún er vön," sagði Karlotta. "Hún fer ekki í skammtímavistunina Í Eikjuvogi núna, því þá þyrfti að sækja hana klukkan átta á morgnana, hafa hana heima á daginn og aka henni svo aftur í vistunina síðdegis. Það gengur ekki upp, þótt ekki væri nema vegna þess, að hún yrði enn erfiðari ef meira rót kæmist á hagi hennar en orðið er með því að kennslan hennar í skólanum falli niður." Karlotta sagði, að staðan sem nú væri komin upp bitnaði mjög hart á foreldrum fötluðu barnanna. Sjálf væri hún þrisvar búin að stytta sinn vinnutíma vegna dóttur sinnar og nú væri hún meira eða minna bundin yfir henni eða með hugann hjá henni, ef einhver gætti hennar. "Þetta er orðin spurning um hversu lengi maður heldur vinnunni," sagði hún. "Fötlun dóttur minnar er þannig, að henni hefur gengið afskaplega illa í skólanum, þar til í haust. Þá varð hún svo ánægð og leið svo vel, en þá skall verkfallið á." Karlotta sagði foreldra fatlaðra skólabarna reyna að leysa sín mál með öllum mögulegum ráðum. Í einu tilviki vissi hún til að afi á níræðisaldri væri að reyna að gæta fatlaðs barnabarns sín, svo foreldrarnir kæmust í vinnuna.
Fréttir Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira