Drekkti sér í sögu og menningu. 22. september 2004 00:01 Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur. Ferðalög Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur.
Ferðalög Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira