Innlent

Líst illa á stór mislæg gatnamót

Það liggur fyrir að farið verður í endurbætur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa R-listans og formanns borgaráðs. Hann segir það stefnu R-listans að fjölga akreinum og beygjuljósum. Mislæg gatnamóta verði hins vegar að bíða. Aðspurður hvort það komi til greina að breyta forgangsröðuninni segir Alfreð: "Það kemur allt til álita í sjálfu sér. Við þurfum að skoða þessi mál gaumgæfilega í samvinnu við samgönguráðuneytið. Hins vegar líst mér svolítið illa á svona stór gatnamót eins og umræðan er um núna. Þau komast nánast varla fyrir þarna vegna þrengsla." Alfreð segir að niðurstaða skoðanakönnunarinnar þurfi ekki að koma á óvart. "Sundabrautin er miklu fjarlægara verkefni í hugum fólks en mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar vegna þess að það eru gatnamót sem flestir fara um daglega."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×