Innlent

Hjólbörufylli af jafnréttismálum

Femínistafélag Íslands afhenti Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra hjólbörufylli af lesefni um jafnréttismál í dag sem félagið telur mikilvægt að hann kunni góð skil á, tileinki sér og miðli til þjóðarinnar. Í hjólbörunum var að finna margvíslegan fróðleik um jafnréttismál - rannsóknir á viðhorfum kynjanna, hegðun þeirra og stöðu, sagnfræðirannsóknir, ævisögur, frásagnir og fæðingarsögur. Þeirra á meðal eru Píkutorfan og Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð. Forsætisráðherra tók fram að hann hefði þegar lesið eitthvað af bókunum. Honum var einnig afhent gjafabréf þar sem ríkisstjórninni allri gefst kostur á ókeypis jafnréttisnámskeiði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×