Innlent

Fékk ekki að leggjast að bryggju

Stórt skemmtiferðaskip, fullt af farþegum, fékk ekki að leggjast strax að bryggju í Reykjavík í gærdag þar sem viðeigandi skjöl varðandi svonefnda hafnarvernd gegn hryðjuverkum höfðu ekki borist Landhelgisgæslunni í tæka tíð fyrir komu skipsins. Stjórnendur erlendra skipa þurfa að hafa svör við um það bil áttatíu spurningum á reiðum höndum áður en skipin fá að leggjast að í hreinum höfnum, en svo eru þær hafnir nefndar sem tekið hafa upp hafnarvernd. Eftir mikla skriffinnsku skipstjórnarmanna, og bið á ytri höfninni á meðan, var öllu réttlæti þó fullnægt í gær og fékk skipið að leggjast að bryggju. Nýju reglurnar tóku gildi 1. júlí og eru þær settar í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×